top of page

HAVANESE

Tekið af síðu Hundaræktunarfélags Íslands

Uppruni/saga
Havanese er þjóðahundur Kúbu og á uppruna sinn að rekja til Blanquito de la Habana eða “litla hvíta hundsins af Havana” en sú tegund er nú útdauð. Talið er að Blanquito var blandað við aðrar bichon tegundir, þar á meðal púðlu og þannig varð Havanese til.
Við uppreisn í Kúbu þá flúði yfirstéttin til Bandaríkjanna. Þegar Amerískir ræktendur fengu áhuga á tegundinni í kringum 1970 þá var genamengið eingöngu 11 hundar.

​Eðli
Havanese er lítill en sterkbyggður hundur. Skottið fellur yfir bakið og eyrun falla niður. Feldurinn er mikill, langur og silkikenndur og kemur í fjölmörgum litaafbrigðum. Hann er ljúfur og forvitinu og þekktur fyrir fjaðrandi göngulag, eiginleiki sem er frábrugðinn frá öðrum hundategundum. Havanese er tilvalinn fjölskylduhundur og sannur selskapshundur og kemur því einnig vel saman við önnur dýr. Hann er með sterka aðlögunarhæfni en vegna þarfar hans fyrir félagsskap þá þrífst hann ekki vel ef hann er skilinn einn heima löngum stundum.

Feldur
Feldurinn er langur, mjúkur, léttur og silkikenndur. Feldurinn er lítillega liðaður. Ólíkt öðrum hundategundum með tvöfaldan feld þá er yfirfeldurinn hvorki grófur né þéttur heldur frekar mjúkur og léttur. Stundum eru hundarnir alveg lausir við undirfeldinn. Havanese fer mjög lítið úr hárum.
Feldurinn virkar bæði sem vörn fyrir kulda en einnig fyrir hita. Þar sem þeim hættir til að kólna snögglega er gott að hafa feldinn ívið lengri á veturna þegar valið er að hafa feldinn stuttann.
Feldgerðin getur verið breytileg og fer það eftir feldgerðinni hversu mikil feldhirðan þarf að vera. Hundarnir þurfa reglulegt bað og mikilvægt er að þurrka feldinn með hárblásara eftir bað (nema hann sé þeim mun sneggri) en passa vel uppá hitastillingu þar sem húð hunda er viðkvæm fyrir miklum hita. Kemba þarf feldinn reglulega, yfirleitt ekki sjaldnar en 2x í viku.
Klippa þarf feldinn á milli þófana, bæði til að fyrirbyggja að snjór festist þar á veturna en líka því án þess er sleipt fyrir hundana að ganga á sléttum gólfflötum.

Þjálfun/hreyfing
Havanese er auðþjálfuð tegund en eins og oft með smáhunda þá getur tekið tíma að gera þá húshreina, en með staðfestu og góðri þjálfun næst það. Vilji Havanese til að þóknast eiganda sínum gerir hann tilvalinn til að vinna með í hlýðni og hundafimi.
Þeir þurfa ekki mikla hreyfingu, um 30 mín dagleg ganga uppfyllir þeirra þarfir, en þeir eru líka kröftugir og með þjálfun þá ná þeir vel að fara í fjallgöngur.

Litir
Hvítur (en Havanese er sjaldnast alveg hvítur), leirljós (fawn) í mismunandi tónum, svartir, havana brown, tobacco, rauðbrúnn. Blettir í framangreindum litum og tan í öllum blæbrigðum. 

Um tegundina: About
bottom of page