top of page

STELPURNAR OKKAR

240819588_565471654802477_3592371550368352721_n_edited_edited.jpg

KRÍA

Vatnavíkur Kría

Kría er litla barnið á heimilinu. Hún er dóttir Uglu, fædd árið 2021. Kría er með skemmtilegri karakterum sem við höfum kynnst. Hún er algjör kelirófa og veit fátt betra en að láta dekra við sig. Hún er líka algjör grallari. Hún felur skó fjölskyldunnar á hinum ýmsu stöðu og finnst algjör óþarfi að hafa nagdót sem ekki er verið að nota í dótakassanum.

87975822_10217671388750850_3076196847459500032_n (1)_edited.jpg

UGLA

Vatnavíkur Haust - Rökkur

Ugla er dóttir Sölku og er fædd árið 2019. Hún átti fljótlega hug og hjörtu fjölskyldunnar og við tókum þá ákvörðun að halda henni eftir. Við höfum aldrei séð eftir því enda er hún þvílíkur gleðigjafi. Ugla er lífleg, mannelsk og ósköp blíð. Hún heldur að hún sé smalahundur og veit fátt skemmtilegra en að ærslast með okkur við útiverkin.

12311155_10206265237404195_3917797454681422185_n_edited.jpg

SALKA

Refsborgar Buttercup

Salka er fyrsta Havanese stelpan okkar. Hún er fædd árið 2015 og er voða ljúf. Hún bræddi okkur alveg svo við urðum ástfangin af tegundinni. Salka er mamma Uglu og amma Kríu og hún hagar sér líka þannig. Hún er drottningin á heimilinu.

Stelpurnar okkar: Females
bottom of page