top of page

UM OKKUR

Vatnavíkur - ræktun hefur ræktað Havanese hunda frá árinu 2018. Að henni standa Zanny Lind og Jóhann ábúendur á Grund í Svínadal ásamt börnunum á bænum, Björk Dögun, Önnu Rakel og Mikael Leví. 
Árið 2015 fengum við fjölskyldan okkur litla Havanese tík og þá varð ekki aftur snúið - við vorum farin í hundana! Salka bræddi okkur öll enda einstaklega ljúf og skemmtileg tík. Núna eigum við 3 tíkur, dóttir Sölku hana Uglu og dóttir Uglu hana Kríu. Þær eru eins ólíkar og getur orðið en allar dásamlegar, hver með sinn karakter. 
Við leggjum áherslu á að rækta heilbrigða og hamingjusama hunda sem koma til með að veita fjölskyldum sínum sömu gleði og stelpurnar okkar hafa veitt okkur.

167303833_10157525363492105_6211928661093293055_n.jpg
152970562_10223606818253771_4517954909421803309_n.jpg
147969671_10159071270666280_7817721671121475051_n.jpg
Um okkur: About
bottom of page