UM OKKUR
Vatnavíkur - ræktun hefur ræktað Havanese hunda frá árinu 2018. Að henni standa Zanny Lind og Jóhann ábúendur á Grund í Svínadal ásamt börnunum á bænum, Björk Dögun, Önnu Rakel og Mikael Leví.
Árið 2015 fengum við fjölskyldan okkur litla Havanese tík og þá varð ekki aftur snúið - við vorum farin í hundana! Salka bræddi okkur öll enda einstaklega ljúf og skemmtileg tík. Síðan þá hefur hundunum á heimilinu aðeins fjölgað en núna eigum við 6 havanese tíkur og 1 rakka. Salka, Ugla, Kría, Mía, Winter, Ronja og svo er það hann Bobby. Þau eru eins ólík og getur orðið en öll dásamleg og hver með sinn karakter.
Við leggjum áherslu á að rækta heilbrigða og hamingjusama hunda sem koma til með að veita fjölskyldum sínum sömu gleði og hundarnir okkar hafa veitt okkur.